Eftir Trausta Hjaltason
Fiskiðjan er glæsileg
25.Janúar'20 | 10:45Það er ekki mjög langt síðan Fiskiðjan var lýti á bænum. Þegar lagt var af stað í að koma Fiskiðjunni í sómasamlegt horf og færa líf aftur í húsið, var hugmyndin alltaf að nýta allar hæðarnar og hefur sú hugmynd sem lagt var af stað með gengið vonum framar.
Á fyrstu hæð hússins er komið alþjóðlegt fyrirtæki sem rekur glæsilegt safn og griðarstað fyrir hvali og Lundaspítala. Á efstu hæðinni fékk einkaframtakið að blómstra og með kjarki og þori voru byggðar glæsilegar íbúðir sem eru nú tilbúnar.
Spennandi hlutir að gerast
Þekkingarsetrið hefur síðan blómstrað á 2. hæð ásamt fjölda fyrirtækja sem hafa valið að hafa skrifstofu sína þar. Þar hefur t.d. Háskólanámið í haftengdri nýsköpun verið og Viska með fjöldan allan af námskeiðum og aðstöðu fyrir fjarnema. Nýverið var stofnaður virkilega öflugur starfshópur sem á að skoða kosti þess að efla nýsköpun og hvaða sóknarfæri eru í stöðunni. Þau eru svo sannarlega fjölmörg og er hugmyndin með Fiskiðjunni farinn að bera árangur og það á undan áætlun. Þetta hangir allt saman og er því mikilvægt að halda áfram á þessari braut.
Trausti Hjaltason
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.