Framlengja samstarfssamning við Markaðsstofu Suðurlands

22.Janúar'20 | 08:09
ferdamenn_her

Ferðamenn um borð í Herjólfi. Ljósmynd/TMS

Framlenging á samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja.

Fram kemur að þjónustusamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Markaðsstofu Suðurlands um tiltekna þjónustu á sviði markaðs- og ferðamála hafi runnið út um síðustu áramót.

Í niðurstöðu bæjarráðs segir að ráðið hafi ákveðið að framlengja samstarfssamninginn um eitt ár. Með því mun Markaðsstofan halda áfram að annast markaðsstarf með sérstaka áherslu á fjölgun ferðamanna, aðstoð við stefnumótun og dreifingu kynningarefnis.

     

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.