Fræðsluráð:

Skipa faghóp um framtíðarsýn í menntamálum

20.Janúar'20 | 06:52
grv_nemendur_18_grv_is

Nemendur GRV. Ljósmynd/grv.is

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum var til umfjöllunar hjá fræðsluráði í síðustu viku. Á fundinum voru umræður um skipun faghóps sem mun stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar í menntamálum.

Í niðurstöðu ráðsins segir að núverandi framtíðarsýn í menntamálum renni út á árinu. Rætt var um nýja framtíðarsýn og þá þætti sem leggja ætti áherslu á, þ.e. læsi, stærðfræði, snemmtæka íhlutun og tæknimennt. Í framhaldi var rætt um skipun faghóps sem mun hafa það verkefni að stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar. Skipað verður í faghópinn á næsta fundi fræðsluráðs. Ný framtíðarsýn gildi út skólaárið 2025-2026.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.