Keppni hefst á ný í Olísdeild kvenna

- ÍBV mætir Haukum á útivelli í dag

18.Janúar'20 | 08:54
ibv_hand_fb

Ljósmynd/ÍBV

Í dag verður þráðurinn tekinn upp á nýjan leik í Olísdeild kvenna þegar heil umferð fer fram. Keppni hefur legið niðri í deildinni síðan snemma í desember. Síðan hafa liðin búið sig af kostgæfni undir komandi átök í Olís-deildinni. 

Leikmenn og þjálfara er án efa farið að klæja í fingurna í að hefja keppni á nýjan leik. Allir leikir 12. umferðar fara fram í dag hefjast klukkan 16.

Þeir eru sem hér segir:

  • Haukar - ÍBV í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði
  • HK - Afturelding í Kórnum í Kópavogi
  • Stjarnan - Fram í TM-höllinni í Garðabæ
  • Valur - KA/Þór í Origo-höllinni að Hlíðarenda

Fyrir leiki dagsins trónir Fram á toppi deildarinnar með 20 stig. Valur er í öðru sæti með 17 stig. Stjarnan fylgir fast á eftir með 15 stig. HK og KA/Þór koma þar á eftir 10 stig, hvort lið. ÍBV er í sjöunda sæti með sjö stig. Afturelding situr í áttuna sæti án stiga, segir í frétt á vef Handknattleikssambandsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...