Gul viðvörun fyrir sunnudag
17.Janúar'20 | 06:57Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið á sunnudag vegna sunnan storms sem mun fylgja mikil úrkoma.
Sunnan stormur eða rok með mikilli rigningu (Gult ástand)
Sunnan stormur eða rok norðan- og norðaustanlands og hlýnar ört, en úrkomulítið. Sunnan hvassviðri eða stormur og mikil rigning sunnan- og vestanlands og ört hækkandi hitastig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns, segir í viðvörun Veðurstofunnar sem gildir á Suðurlandi frá miðnætti til kl. 15.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.