Eftir Ragnar Óskarsson

Getum við?

9.Janúar'20 | 13:56
Ragnar_os

Ragnar Óskarsson

Í lífinu skiptast ávallt á skin og skúrir hjá okkur mannfólkinu, í nærumhverfi okkar, í landsmálum, svo og í heimsmálunum sjálfum. Nýliðið ár var engin undantekning að þessu leyti.  

Því miður eru vandamál jarðarinnar allrar sífellt að verða alvarlegri og ef leiðtogar heimsins vakna ekki til ábyrgðar mun ástandið enn eiga eftir að versna. Um þetta ætla ég ekki að fjalla hér þessu sinni.

Mig langar hér hins vegar að nefna lítillega nokkra þætti sem mér þóttu merkilegir á síðast ári hér á landi en einnig sérstaklega í Vestmannaeyjum, þætti sem bæði eru afar jákvæðir og horfa mjög til bóta fyrir samfélag okkar.

Ég fagna því sérstaklega að nú verður komið á fót þriggja þrepa skattkerfi með nýju lágtekjuþrepi. Sú aðgerð á eftir að auka verulega ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins í samfélaginu. Í aðgerðinni felst ekki allsherjarlausn á réttlátara skattkerfi en hún er sannarlega mikilvægt skref til bóta.

Mér finnst ánægjulegt að nú þegar mun fæðingarorlof lengjast úr 9 í 10 mánuði og um næstu áramót úr 10 í 12 mánuði. Þannig er stigið stórt skref í réttindamálum barnafjölskyldna í landinu.

Ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 hefur verið samþykkt á Alþingi. Þessi stefna hefur meðal annars að markmiði að gera alla heilbrigðisþjónustu betri og ódýrari fyrir þá sem á henni þurfa að halda. Langþráð skref í rétta átt.

Tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu er í undirbúningi. Þetta er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur Vestmannaeyinga sem mun gera sjúkraflug til og frá Eyjum öruggara og skilvirkara enda er gert ráð fyrir að sjúkraþyrla verði staðsett þannig að hún gagnist okkur Eyjamönnum sem best.

Og úr því ég er farinn að tala um Vestmannaeyjar þá var það sérstakt fagnaðarefni þegar nýjar þjónustuíbúðir aldraðra voru vígðar sl. sumar. Það var þörf og góð viðbót í þjónustu við aldraða í Eyjum.

Ég er einnig mjög ánægður með að á síðasta ári voru stigin fjölmörg önnur framfaraspor til heilla bæjarfélaginu okkar. Hér nefni ég til dæmis heilsueflingaráætlun eldri borgara, starf æskulýðsfulltrúa var endurvakið, frístundastyrkur bara og unglinga var hækkaður og staða fjölmenningarfulltrúa var sett á stofn. Allir þessir þættir og reyndar fjölmargir aðrir eru mikilvægir hlekkir í að efla samfélagið. Þetta sannar einnig að við getum ef við viljum. Því er full ástæða til að fagna nýju ári í von um bættan hag og betra samfélag.

 

Gleðilegt nýtt ár.

Ragnar Óskarsson

          

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).