Þrettándahátíðin spannar fimm fyrstu daga ársins

18.Desember'19 | 13:45

Hápunktur Þrettándahátíðarinnar er Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka

Það kennir ýmissa grasa á dagskrá Þrettándahátíðarinnar 2020. Dagskráin hefst á nýársdag og stendur til og með 5. janúar.

Svona er dagskráin:

 

Miðvikudagur 1. Janúar

13:00-16:00        Einarsstofa

Nýárssýning Listasafns Vestmannaeyja: Málverkasýning Júlíönu Sveinsdóttur. Aðeins sýnd þennan eina dag.

 

Fimmtudagur 2. Janúar

Einarsstofa

Jóladagatal Listasafns Vestmannaeyja sett upp aftur 2. janúar og stendur til 24. Janúar.

21:00                    Höllin. Eyjakvöld með Blítt og létt allir syngja með.

 

Föstudagur 3. Janúar

14:00-15:30        Höllin. Diskógrímuball Eyverja, Höllinni. Jólasveinninn mætir. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum.

19:00                    Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka. Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.

00:00                    Höllin, dansleikur. Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Nýju föt keisarans.

 

Laugardagur 4. Janúar

12:00-15:00        Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Söndru Dísar Sigurðardóttur, handboltakonu. Endilega mæta sem flest.

12:00-16:00        Langur laugardagur í verslunum. Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum.

15.00 - Þrettándinn - heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sýnd í Eyjabíói

 

Sunnudagur 5. Janúar

13:00                    Helgistund í Stafkirkjunni. Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju.

 

Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins.

 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.