Árangur náðst í tveimur mikilvægum samgöngumálum nýverið

17.Desember'19 | 09:42
disan_jul2019

Dýpkunarskipið Dísa við dýpkun í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var venju samkvæmt umræða um samgöngumál. Þar var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa. 

Í bókuninni segir að árangur hafi náðst í tveimur mikilvægum samgöngumálum Vestmannaeyja nýverið. Annars vegar gerð nýs samnings Vegagerðarinnar um dýpkun Landeyjahafnar í vetur sem er liður í að eyða dýpkunartímabilum og ráðstafanir til að fá afkastamikla aðila til að halda áfram dýpkun í vor.

Hins vegar samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu um óháða úttekt á Landeyjarhöfn svo að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja heilsárshöfn í Landeyjum. Báðir þessir áfangar eru stór skref í átt að bættum samgöngum Herjólfs milli lands og Eyja um Landeyjahöfn.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fagnar þessum mikilvægu framfaramálum og þakkar þeim sem lögðu sig fram um að ná þessum árangri.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).