Njáll Ragnarsson:
Áhersla á aukin atvinnutækifæri fyrir ungt fólk
13.Desember'19 | 06:55Eyjar.net hefur sent oddvitum allra framboða í Eyjum spurningar er varða atvinnustefnu sem til stendur að vinna hjá Vestmannaeyjabæ á næsta ári, en öll sitja þau í nýskipuðum starfshópi sem vinnur stefnuna.
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans segir í samtali við Eyjar.net að hópnum bíði ærið verkefni. „Ég geri mér vonir um að síðsumars eða næsta haust verði okkur skilað niðurstöðum frá hópnum.”
Njáll leggur mikla áherslu á aukin atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum. „Sem samfélag erum við að eldast og ég vill kortleggja hvar tækifæri eru fyrir unga fólkið, fjölskyldufólk sem sér Vestmannaeyjar fyrir sér sem framtíðar búsetukost þar sem tækifæri eru til staðar í fjölbreyttu atvinnulíf. Það er virkilega spennandi vinna framundan.”
Þessu tengt: Sóknarfæri í öflugum sjávarútvegi, vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun og fjartækni

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...