Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
í Einarsstofu kl. 17.00 á morgun, fimmtudag
11.Desember'19 | 11:51Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar fyrsti Herjólfur lagðist nýr að bryggju kl. 14.00 laugardaginn 12. desember 1959. Þær verða sýndar ásamt fleiri myndum sem tengjast samgöngum á sjó í Einarsstofu kl. 17.00 á morgun, fimmtudag þegar sextíu ár verða frá komu skipsins.
Þarna verða líka myndir af Herjólfi tvö og þrjú og þeim nýjasta sem kom í sumar. Þær myndir tóku Sigurgeir og Viktor P. Jónsson en í sameiningu settu þeir saman sýninguna sem er mjög forvitnileg.
Fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og sigldi auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Bílar voru hífðir á dekk og var Herjólfur númer tvö fyrsta bílaferjan. Hann sigldi fyrst sex daga í viku til Þorlákshafnar en núna eru sjö ferðir í Landeyjahöfn þegar fært er þangað.
Þá mun Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segja frá stöðu mála í dag.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37Kindasögur í Einarsstofu á sunnudaginn
29.Nóvember'19 | 15:40
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...