5,3 milljarðar í nýja Herjólf

2.Desember'19 | 10:49
hebbi_nyr_0719

Nýr Herjólfur hóf siglingar á milli lands og Eyja í júlí. Ljósmynd/TMS

Kostnaður við nýjan Herjólf er kominn í rúmlega 5,3 milljarða króna og hefur farið milljarði fram úr áætlunum. Enn er þess beðið að ferjan fari að ganga fyrir rafmagni, en bilun hefur leitt til þess að ekki hefur verið hægt að hlaða ferjuna líkt og ráð var fyrir gert.

Frá þessu var greint í fréttum RÚV í gær. Þar var rifjað upp að pólsku skipasmiðirnir hafi neitað að afhenda skipið því það hafði kostað meira en áætlað var. Miklu meira. Íslenskir ráðamenn tóku því ekki vel. Upphófust miklar deilur, með kröfugerðum, dagsektum, afturköllun bankaábyrgða og stórum yfirlýsingum á báða bóga. CRIST vildi 1,2 milljarða í viðbót. Ríkisstjórnin bætti 790 milljónum í skipið í síðustu fjáraukalögum. Ferjan endaði á að kosta yfir 5,3 milljarða íslenskra króna, en ekki 4,2 eins og tilkynnt var í byrjun árs.

Sjá einnig: Kostnaður við smíði Herjólfs kominn yfir 4500 milljónir

Þorlákshafnarsiglingar 165 daga á ári að meðaltali

Í frétt RÚV segir jafnframt að árið 2014 hafi verið vonast til að Landeyjahöfn yrði ófær aðeins um 10 daga á ári. En dagarnir hafa orðið töluvert fleiri. Síðustu fjögur ár hefur Herjólfur ekki siglt frá Landeyjahöfn, heldur um Þorlákshöfn, 165 daga á ári að meðaltali, eða í 45 prósentum tilvika. Tveimur árum eftir vígslu Landeyjahafnar tilkynnti innanríkisráðherra að ný Vestmannaeyjaferja hæfi reglubundnar siglingar í síðasta lagi 2015. Það gekk heldur ekki eftir.

Sjá einnig: Bilun orsakar enn frekari tafir á rafvæðingu Herjólfs

Tryggir Þorlákshöfn að minnsta kosti 180 milljónir

Í ljósi sögunnar gerði Vegagerðin samning við Þorlákshöfn í október sem tryggir höfninni að minnsta kosti 36 milljónir á ári til að taka á móti skipinu ef ófært er í Landeyjahöfn, í 140 daga. Þorlákshöfn fær svo greitt aukalega fyrir hverja viðlegu umfram það. Samningurinn gildir til 2024, sem tryggir Þorlákshöfn að minnsta kosti 180 milljónir, auk virðisaukaskatts, þó að Herjólfur sigli aldrei þangað.

Sjá einnig: „Þorlákshöfn mun um ókomna tíð gegna stóru hlutverki í samgöngum fyrir Eyjamenn”

Nánar má lesa um málið hér.

 

Tags

Herjólfur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...