Kindasögur í Einarsstofu á sunnudaginn
29.Nóvember'19 | 15:40„Íslenska sauðkindin er harðger, úrræðagóð og ævintýragjörn, það vita allir sem hana þekkja,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, menntaskólakennari sem ásamt Aðalsteini Eyþórssyni skrifar bókina Kindasögur sem hann kynnir í Einarsstofu á sunnudaginn.
„Í þessari bók eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og kappsfulla smala.
Við kynnumst meðal annars Herdísarvíkur-Surtlu, Eyvindarmúla-Flekku, villifé í Tálkna, hrútnum Hösmaga í Drangey og forystusauðnum Eitli. Kindasögur eru sérstök grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem á sér langa sögu en lifir enn góðu lífi – rétt eins og sauðkindin sjálf,“ Guðjón Ragnar en höfundar bókarinnar eru áhugamenn um sögur og sauðfé.
Hann hefur sterka tengingu til Eyja og ætlar að upplýsa um hana um leið og hann kynnir bókina. Kynningin verður í Einarsstofu kl. 13.00 en fleira er á dagskrá sem hefst með súpu klukkan 12.00. Það er Sæmundarútgáfan sem gefur bókina út.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
11.Desember'19 | 11:51Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.