Umhverfis- og skipulagsráð:
Ýmsar breytingar frá umferðarhópi samþykktar
26.Nóvember'19 | 12:55Umferðarmál voru tekin fyrir á ný á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar í gær. Skipulagsfulltrúi lagði fyrir ráðið umsagnir umferðarhóps frá 11. nóv. sl.
Umferðarhópurinn fjallaði m.a. um gangbrautir í Bessahrauni og Brimhólabraut, hraðavaraskilti á Hilmisgötu og Illugagötu, stöðvunarskyldu á Hraunslóð og hraðahindrun á Skólavegi.
Sjá einnig: Umferðarhópur skilar tillögum að úrbótum
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið samþykki að færa gangbraut á Brimhólabraut, hraðamælingar á Heimagötu, Skólavegi og Illugagötu, stöðvunarskyldu á Hraunslóð og gangbraut í Bessahrauni.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.