Fréttatilkynning:

Ljósin tendruð á jólatré

26.Nóvember'19 | 11:09
stakko_jolatre

Ljósin verða kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni á föstudaginn.

Föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveitin leikur létt jólalög og börn af Víkinni – 5 ára deild syngja.

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur segja nokkur orð. Lína Langsokkur verður á staðnum og jólasveinar færa börnum góðgæti.

Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað og mun slík tilkynning birtast á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.