Jólasveinaklúbbur Bókasafnsins byrjar aftur!

22.Nóvember'19 | 17:10
IMG_5209[287616]

Jólasveinaklúbbnum var hleypt af stokkunum, fimmta árið í röð á fimmtudaginn var.

Fimmtudaginn 21. nóvember var Jólasveinaklúbbnum hleypt af stokkunum, fimmta árið í röð. Jólasveinaklúbburinn er fyrir alla krakka í Vestmannaeyjum allt frá leikskólaaldri og til og með 5. bekk. 

Eina sem þarf að gera er að koma á safnið, skrá sig í klúbbinn, taka bók/bækur og fá lestrarhest til að skrá lesturinn. Lesa þarf í lágmark 10 skipti fram til 19. desember. Þá skal skila inn lestrarhestinum og þeir sem hafa uppfyllt lestrarskilyrðin fá glaðning frá Bókasafninu.

Á þessum tímamótum í sögu klúbbsins bauð Bókasafn Vestmannaeyja nemendum á Víkinni og í 1. – 5. bekk GRV í heimsókn að hitta rithöfundinn og listakonuna Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Krakkarnir úr GRV létu sig hafa það að ganga í úrhellisrigningu til okkar en Bergrún bauð Víkinni að heimsækja krakkana þar sem þau þáðu með þökkum.

Bergrún Íris er vel þekkt fyrir bækur sínar en hún hefur meðal annars skrifað og myndskreytt Vinur minn vindurinn, Langelstur í bekknum, Viltu vera vinur minn? og bókina Kennarinn sem hvarf en fyrir hana fékk hún barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Bergrún Íris hefur einnig verið ötul í að myndskreyta fyrir aðra höfunda og má þar nefna bækurnar um Freyju og Fróða, um Ömmu óþekku og Afa sterka og sú nýjasta er Stórhættulega stafrófið eftir Ævar Þór Benediktsson.

Bergrún Íris sýndi myndir og sagði frá bókunum sem hún hefur skrifað og myndskreytt, hvernig verkferlið hjá henni er auk þess sem hún las upp úr bókum sínum. Hún sagði frá þýðingum bóka sinna, m.a. á kínversku og minnti krakkana á að það eru margar leiðir til að fá hugmyndir að bók og að koma þeim í framkvæmd.

Allir virtust fara glaðir og ánægðir út af safninu, hvort sem það voru krakkar eða kennarar.

Bókasafn Vestmannaeyja vill þakka Krónunni fyrir styrkinn sem gerði þessa rithöfundarheimsókn að veruleika.

19. desember verður síðan jólaskemmtun í Einarsstofu í Safnahúsi og eru öll börn í Vestmannaeyjum velkomin! 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).