Fræðsluráð:

Myndu vilja að stefnan yrði sett mun hærra

15.Nóvember'19 | 07:08
IMG_7020

Nemendur í 8. bekk GRV vöktu athygli á mikilli notkun plastumbúða, en þeir söfnuðu plasti í rúman mánuð og afhentu bæjaryfirvöldum. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi fræðsluráðs var tekið upp mál sem áður var rætt í umhverfis- og skipulagsráði og á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja varðandi vinnu við að lágmarka notkun á einnota plasti.

Í niðurstöðu ráðsins þakkar ráðið fyrir erindið og fagnar þessari fyrirhugaðri vinnu. Mikilvægt er að lágmarka notkun á einnota plasti og metnaðurfullri stefnu Vestmannaeyjabæjar ber að fagna í þessum efnum. Fræðsluráð tilnefnir Örnu Huld Sigurðardóttur fyrir hönd fræðsluráðs í starfshóp, sem ákveðið var að skipa til að vinna að málinu.

Sjá einnig: Vestmannaeyjabær stefnir á að hætta notkun einnota plasts

Í bókun um málið fagnar fræðsluráð þessari ákvörðun en myndi vilja að stefnan yrði sett mun hærra og taka sorpmál Vestmannaeyjabæjar til skoðunar í heild með því markmiði að minnka allt sorp hjá stofnunum bæjarins. Einnig hafa markvissa kennslu í sorpmálum fyrir nemendur leik- og grunnskóla.

Þessu tengt: 8. bekkur vekur athygli á plastnotkun - Plast er drasl!

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.