Vegagerðin:

Þurfa 790 milljónir vegna lokauppgjörs og seinkunar

13.Nóvember'19 | 06:59
IMG_1830

Herjólfur við komuna til Eyja í sumar. Ljósmynd/TMS

Gert er ráð fyrir samtals 790 milljón kr. framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga, sem nú er í meðförum Alþingis.

Í frumvarpinu segir að þarna sé annars vegar um að ræða greiðslur til Crist skipasmíðastöðvar í kjölfar lokauppgjörs við afhendingu skipsins um mitt ár og hins vegar kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu skipsins til Vestmannaeyjabæjar.

Gert er ráð fyrir samtals 790 m.kr. framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs. Þar er annars vegar um að ræða greiðslur til Crist skipasmíðastöðvar í kjölfar lokauppgjörs við afhendingu skipsins um mitt ár og hins vegar kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu skipsins til Vestmannaeyjabæjar.

Breyttar rekstrarforsendnur vegna seinkunar á afhendingu

Herjólfur ohf., sem rekur nýju ferjuna, hefur sent kröfu til Vegagerðarinnar vegna áfallins kostnaðar á grundvelli breyttra rekstrarforsendna vegna seinkunar á afhendingu skipsins, frá mars til júlí sl. Krafan hefur verið til skoðunar hjá Vegagerðinni og hafa 258 m.kr. verið metnar sem réttmæt krafa að svo stöddu. Samkvæmt samningi ríkisins við Vestmannaeyjabæ átti rekstrarfélagið (Herjólfur ohf.) að fá nýja ferju afhenta í byrjun árs 2019 þannig að hægt yrði að hefja siglingar 30. mars þegar rekstrarfélag bæjarins tæki yfir rekstur siglingaleiðarinnar.

Á þeim tíma átti að vera lokið æfingum og þjálfun skipshafnar og öðrum undirbúningi að því að yfirtaka reksturinn. Ekki var hægt að sjá fyrir þær tafir sem urðu á afhendingu ferjunnar. Um er að ræða tímabundinn viðbótarkostnað sem féll til innan ársins vegna tafa og óhjákvæmilega þurfti að bregðast við aðstæðum til að halda samgöngum milli lands og eyja samkvæmt áætlun.

Ekkert svigrúm innan málaflokksins

Samkvæmt viðbótarsamningi ríkisins 157 og Vestmannaeyjabæjar er sannanlegur kostnaður sem til féll vegna tafa á afhendingu fyrir rekstrarfélagið á ábyrgð ríkisins.

Sá kostnaður sem hér um ræðir er einkum:

a) mismunur á rekstrarkostnaði eldri Herjólfs og nýja, svo sem viðbótarlaunakostnaður þar sem eldra skip þarf meiri mönnun, olíukostnaður og  annar rekstrarkostnaður, svo sem hafnargjöld og viðhaldskostnaður,

b) aukakostnaður vegna bókunarkerfis og annar stjórnunarkostnaður vegna óhagræðis af seinkun.

c) seinkun leiddi til þess að samhliða því að reka siglingaleiðina með eldra skipi þurfti rekstrarfélagið að taka nýtt skip í notkun, annast prófanir og þjálfa skipverja. Vinna við þetta var því í auknum mæli unnin í yfirvinnu sem leiddi til aukins launakostnaðar.

Ekki er hægt að finna svigrúm innan málaflokksins þar sem að fjárveitingum hefur þegar verið ráðstafað í ýmis lögbundin eða samningsbundin verkefni. Varasjóðurinn hefur ekki bolmagn til að mæta frávikum af þessari stærðargráðu og óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim.

Viðbótarkostnaðurinn vegna smíðinnar ófyrirséður

Hins vegar er lögð til 532 m.kr. hækkun á fjárheimild málaflokksins vegna ófyrirséð viðbótarkostnaðar vegna greiðslu til Crist skipasmíðastöðvar í kjölfar lokauppgjörs við afhendingu nýrrar Vestmannaeyjaferju um mitt árið í ár. Einnig féll til viðbótarkostnaður, m.a vegna eftirlits, erlendrar lögfræðiráðgjafar, tafa á afhendingu skips og slipptöku nýrrar ferju. Viðbótarkostnaðurinn er ófyrirséður en ekki var hægt að sjá fyrir hver lokafjárhæð uppgjörs yrði vegna smíði nýrrar ferju. Þær upplýsingar lágu ekki fyrir fyrr en á þessu ári, segir í frumvarpinu.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...