Vekja athygli á því sem vel er gert með hvatningarverðlaunum

12.Nóvember'19 | 12:03
vorskoli_grv

Frá skólastarfi GRV. Ljósmynd/grv.is

Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla voru til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku. 

Fræðslufulltrúi kynnti þar hvernig hvatningarverðlaun í leik-og grunnskóla eru nýtt til eflingar skólastarfs hjá öðrum sveitarfélögum.

Í afgreiðslu ráðsins segir að markmiðið með hvatningarverðlaunum sé að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin er hugsuð sem hrós til þerira sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og eru einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til. Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa, aðra starfsmenn í leik- og grunnskólum, kennara og starfsmenn í tónlistarskóla og frístundaveri. Auglýst er eftir tilnefningum og geta allir sent inn tilnefningu.

Fram kemur að ráðið þakki fyrir og felur ráðið fræðslufulltrúa að koma með tillögur hvernig væri hægt að standa að þessu í Eyjum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...