Vegagerðin bætir verulega í dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn

- Leitast verður við að halda höfninni opinni fram yfir áramót - undirbúningur er hafinn við að finna öflugra skip til dýpkunar

12.Nóvember'19 | 12:37
IMG_0329

Dýpkunarskipið Dísa ásamt áhöfn mun liggja við í Vestmannaeyjahöfn og nýta þau tækifæri er gefast til dýpkunar í samræmi við efni samningsins út janúar. Ljósmynd/TMS

Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri segir í samtali við Eyjar.net að Vegagerðin og Björgun hf. hafi í dag 12. nóvember gert með sér samkomulag um dýpkun í Landeyjahöfn frá því haustdýpkun lýkur 15. nóvember og út janúar næstkomandi. 

En samkvæmt gamla samningnum átti ekki að dýpka frá 15. nóvember - 1. mars.

Bergþóra segr að dýpkað verði flesta daga meðan fært er. „Dýpkað hefur verið samkvæmt samningi vor og haust og er þetta veruleg viðbót við þá dýpkun. Með þessu vill Vegagerðin leitast við að halda höfninni opinni fram yfir áramót sé þess nokkur kostur. ” 

Leitað verður eftir því að fá til starfa stærra skip með öflugri búnað til þess að opna höfnina

„Dýpkunarskipið Dísa ásamt áhöfn mun liggja við í Vestmannaeyjahöfn og nýta þau tækifæri er gefast til dýpkunar í samræmi við efni samningsins. Samkomulagið felur einnig í sér breytingar á fyrri samningi að því leyti að ekki er gert ráð fyrir aðkomu Björgunar að dýpkun í marsmánuði eins og núverandi samningar gerðu ráð fyrir. 

Leitað verður eftir því að fá til starfa stærra skip með öflugri búnað til þess að opna höfnina en Björgun mun svo taka við og ljúka frekari hreinsun.” segir Bergþóra.

Aðspurð um framhaldið segir vegamálastjóri að samkomulag sé við Björgun um að félagið verði ekki með aðkomu að dýpkun í marsmánuði. „Undirbúningur er hafinn við að finna öflugra skip til dýpkunar á þeim tíma.”

Hún segir að ekki sé unnt að svara því á þessari stundu hvaða fyrirtæki komi inní dýkunina, ekki meðan það mál sé ekki komið lengra.

Nýi Herjólfur aftur í slipp í vor

Aðspurð um aðra slipptöku nýja Herjólfs, segir hún að það verði í apríl eða maí í vor. Hvað varðar Herjólf III þá segir Bergþóra að hann fari sem fyrst en það sé ekki búið að negla það niður.

Allt er samkvæmt áætlun – nema veðrið

Aðspurð um hvenær megi búast við að ferjan fari að ganga fyrir rafmagni, segir Berþóra að turnframleiðandinn hafi sent tvo menn sem komu til Eyja í gærkvöldi. „Þeir þurfa að spennusetja turn og fara yfir hann þar, síðan er áætlað að prófa hleðslu á ferju  eftir 1 -2 daga í Vestmannaeyjum.  Allt er samkvæmt áætlun – nema veðrið.

Þetta verður svo endurtekið í Landeyjum, en þar erum við háð opnun á höfninni. Þannig að ferjan ætti að getað hlaðið sig í Vestmannaeyjum á fimmtudag, og í framhaldinu föstudag í Landeyjum, en auðvitað háð veðri.

Þeir fara tilbaka nk. sunnudag, þannig að það er sá gluggi sem við höfum – og ef það næst ekki er líklega niðurstaða að þeir komi aftur seinna til að setja hleðslu í Landeyjahöfn í gang.

Þannig að það ræðst af þessu hvenær síðan verður hægt að fara að keyra alfarið á rafmagninu milli Landeyjahafnar og Eyja.” segir vegamálastjóri.

Breytingar í samstarfi við skipstjórnarmenn

Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari framkvæmdir innan hafnar í Landeyjahöfn, sökum þess hve þröngt er fyrir skipstjóra Herjólfs að athafna sig?

Breytingar á legu innri hafnargarðs er til skoðunar í samstarfi við skipstjórnarmenn. Fyrirhugað er að nota hermilíkan til þess að skoða  heildaráhrif breytinga á höfninni.

Breytingar eru einnig fyrirhugaðar í dýpkun í innri höfninni þannig að rými innri hafnarinnar nýtist betur. Á sama tíma er að komast reynsla á nýtt skip en allir þessir þættir munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins, segir Bergþóra Þorkelsdóttir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.