Foreign Monkeys senda frá sér nýtt myndband
12.Nóvember'19 | 11:43Í morgun kom út á helstu miðlum nýtt myndaband við lag Foreign Monkeys, Return. Aðalleikari myndbandsins er rafvirkinn og “method” leikarinn Hreggviður Óli Ingibergsson.
Hreggviður sagði í samtali við helstu miðla í morgun að hann hafi aðeins sett drengjunum í Foreign Monkeys eitt skilyrði fyrir að leika í myndbandinu. „Ég yrði að fá að deyja í videoinu, annars yrði ég ekki með“.
Myndbandið er tekið upp hér í Eyjum, nánar tiltekið á heimili Hreggviðs og í Zame krónni og kunna þeir félagar í Foreign Monkeys eigendum króarinnar bestu þakkir fyrir notin á henni.
Leikstjórn og klipping var í höndum Gottskálks Daða Bernhöft Reynissonar.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...