Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja
Mikið um dýrðir á 80 ára afmælisári sveitarinnar
8.Nóvember'19 | 10:50Árlegir styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja verða haldnir í Hvítasunnukirkjunni á morgun, laugardag kl.16:00. Í ár fagnar sveitin 80 ára afmæli og verður því nokkuð meira um dýrðir en venjulega.
Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og ættu flestir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Aðgangseyrir er 2000 kr. en styrktarfélagar fá að venju frítt fyrir sig og einn gest. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, segir í tilkynningu frá Lúðrasveit Vestmannaeyja.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...