Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja:
Gáfu tæki í sjúkrabíl og til HSU
8.Nóvember'19 | 14:32Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja sem stofnað var 9. febrúar 1930 hefur nú verið slitið. Á haustmánuðum 2018 skipaði sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skilanefnd, en engin starfsemi hafði verið í félaginu í mörg ár.
Nefndin - sem skipuð var þeim Jóhanni Péturssyni, Helga Bragasyni lögmönnum og Garðari Björgvinssyni, húsasmíðameistara. hefur nú lokið störfum.
Frá stofnun og fram að gosinu 1973 var starfsemi Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja mjög öflug. Félagið keypti húsið Breiðablik og rak þar í mörg ár kvöldskóla iðnaðarmanna og var með víðtæka starfsemi.
Í sjóðum félagsins voru peningar og voru keypt fyrir þá tæki í sjúkrabíl og á sjúkradeild HSU Vestmannaeyjum. Keyptir voru tveir Laryngoscope video með fylgihlutum að andvirði 800 þúsund kr.
Veittu þeir Gústaf A. Gústafsson, varðstjóri sjúkraflutninga og Hafsteinn D. Þorsteinsson læknir tækjunum viðtöku.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.