Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Ekki eining um að opna aftur náttúrugripasafnið

2.Nóvember'19 | 11:23
uppstopp_saeh

Mynd/saeheimar.is

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn því að verja eigi skattfé í að opna aftur náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í bókun minnihlutans þegar málið var afgreitt af bæjarstjórn á fimmtudaginn.

Enn fremur segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að það hafi legið fyrir þegar Sea Life fór í rekstur á fyrstu hæð Fiskiðjunnar og fjölmargir munir úr Náttúrugripasafninu við Heiðarveg voru fluttir þangað að loka ætti safninu við Heiðarveg. Þá safnmuni sem ekki yrðu fluttir í gestastofu Sea life væri vel hægt að færa í varanlega varðveislu á öðrum söfnum sveitarfélagsins þar sem þeir væru sýndir við sæmandi aðstæður. 

Safn Sea Life í Fiskiðjunni er glæsilegt, líkt og nýlegt safn Eldheima sem og nýuppgert safn Sagnheima. Það að opna að nýju náttúrugripasafnið sem þá verður fjórða stóra safnið í Vestmannaeyjum og að verja fjármunum til reksturs og endurbóta á húsnæði sem einungis er hugsað tímabundið verður að teljast óskynsamleg ráðstöfun á skattfé almennings, segir í bókun minnihlutans.

Segja munina og safnið hafa mikið menningarlegt og tilfinningalegt gildi

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að bæjarráð hafi ákveðið á fundi sínum þann 1. október sl., að opna náttúrugripasafnið að nýju í húsnæði gömlu Sæheima við Heiðarveg og reka það þar tímabundið, þar til ákvörðun um framtíðarhúsnæði Safnahússins, þ.m.t. fágætissafn og náttúrugripasafn, liggur fyrir. Lagt var til að hefja endurbætur á aðstöðunni innanhúss og ráðstafa til þess allt að 1,5 m.kr., sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019. Það þarf að gera viðeigandi lagfæringar á aðstöðunni til þess að hægt verði að opna aðgengi að náttúrugripasafninu að nýju.

Mikilvægt er að ígrunda vel næstu skref. Munirnir og safnið sjálft hefur mikið menningarlegt og tilfinningalegt gildi. Kostnaður sem til fellur vegna þessa rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019 og er óverulegur miðað við þau miklu verðmæti sem hvorki eru aðgengileg né sómi sýndur eins og staðan er í dag, þar sem enginn munur Sæheima er til sýnis á hinu nýja Safni Sea Life.

Meirihluti bæjarstjórnar tekur undir ákvörun bæjarráðs.


Málið var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E- lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).