Ný slökkvistöð í grenndarkynningu

31.Október'19 | 11:28
IMG_6592

Hér er gert ráð fyrir að nýja slökkvistöðin rýsi. Ljósmynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir nýja slökkvistöð.

Fram kemur í fundargerðinni að Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sæki um leyfi fyrir stækkun Þjónustumiðstöðvar á Heiðarvegi 14. Um er að ræða viðbyggingar og breytingar sem auglýstar hafa verið í deiliskipulagstillögu athafnasvæðis AT-1 sl. sumar. Framkvæmdin sem um er sótt telur nýja 750 fm. slökkvistöð, nýtt stigahús og inngang við austurhlið og innanhúsbreytingar í eldra húsnæði í samræmi innsend gögn.

Í afgreiðslu ráðsins segir að skipulagsráð samþykki með tilvísan til skipulagslaga að framlögð gögn verði grenndarkynnt lóðarhöfum á Heiðarvegi 11, 13, 15, 19. Vestmannabraut 73. Faxastíg 36. Græðisbraut 1 og 2 og lóðarhöfum á Flötum 19, 21 og 22.

Hér má sjá teikningar af byggingunni.


 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.