Bæjarráð um drög að samgönguáætlun:

Gerir Vegagerðinni ókleyft að sinna nauðsynlegri dýpkun

- eins og áætlunin er lögð fram í samráðsgáttinni til næstu 5 ára, skerðist framlagið verulega

29.Október'19 | 13:56
IMG_0335

Skert framlög munu gera Vegagerðinni ókleyft að sinna nauðsynlegri dýpkun. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um á fundi sínum í dag, drög samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að 15 ára samgönguáætlun 2020-2034 og 5 ára aðgerðaáætlun 2020-2024, sem óskað var umsagnar um í samráðsgátt stjórnvalda.

Í niðurstöðu málsins segir að bæjarráð samþykki eftirfarandi drög að umsögn og felur bæjarstjóra að senda hana í samráðsgátt stjórnvalda.

Gengið er út frá því að gefin loforð um að gera höfnina að heilsárshöfn verði efnd

Landeyjahöfn skiptir lykilmáli í samgöngum við Vestmannaeyjar. Nú þegar ný ferja er komin í siglingar er nauðsynlegt að allt sé gert til að halda Landeyjahöfn opinni sem samgönguleið til Vestmannaeyja. Gengið er út frá því að gefin loforð um að gera höfnina að heilsárshöfn verði efnd og allt kapp lagt á að ná þeim markmiðum. 

Vonir bundnar við óháða úttekt

Um Landeyjahöfn fara rúmmlega 300 þúsund farþegar á ári og má búast við frekari aukningu á fjölda ferðamanna með tilkomu nýrrar ferju eins og reyndin hefur verið í sumar. Það er því mikilvægt að að halda inn í samgönguáætlun þeim fjárveitingum sem veitt hefur verið til dýpkunar hafnarinnar meðan reynsla er að koma á nýja skipið og ekki hefur verið farið í breytingar á höfninni.

Sjá einnig: Gert er ráð fyrir að fjárveitingar lækki vegna minni dælingar

Bundnar eru vonir við að óhað úttekt muni leiða í ljós til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Eins og áætlunin er lögð fram í samráðsgáttinni til næstu 5 ára, skerðist framlagið verulega og mun það gera Vegagerðinni ókleyft að sinna nauðsynlegri dýpkun til að nýta höfnina og ferjuna í Landeyjahöfn.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.