Sjáðu hverjir voru viðstaddir þegar vatnslögnin til Eyja var vígð árið 1968

27.Október'19 | 09:15
vatn-2000

Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

Laugardagurinn 20. júlí árið 1968 var hátíðardagur í sögu Vestmannaeyja. 

Þann dag var formlega opnað fyrir vatnslögnina til Vestmannaeyja, en fram að þessum tíma hafði vatnsskortur mikil og hamlandi áhrif á þróun byggðar í Vestmannaeyjum. Fjöldi fólks mætti niður á bryggju og í bakgrunni má sjá hús sem heyra nú sögunni til.

Sagan á bakvið (hug)myndina

Ívar Atlason á heiðurinn af því að nafnfesta myndina en flestir hafa verið nafngreindir á myndinni sem Sigurgeir Jónasson tók, en myndin er nú aðgengileg á vefnum þar sem hægt er að glöggva sig á hverjir þarna voru fyrir rúmlega fimmtíu og einu ári.

„Fyrir 11 árum síðan var verið að halda uppá 40 ára afmæli vatnsveitunnar. Þessi mynd hafði þá einungis sést opinberilega á svart-hvítu. Þegar Sigurgeir er að grúska í safninu sínu finnur hann litmyndina” segir Ívar,  en eftir því var tekið í hve góðum gæðum myndin er.

„Þegar líður að 50 ára afmæli veitunnar, og við vorum að undirbúa kom upp hugmynd um að reyna að nafnfesta alla sem eru á myndinni.”

Ívari dettur þá í hug að fara með myndina niður í Safnahús þar sem hópur áhugamanna hittist reglulega til m.a að rýna í gamlar myndir og finna út úr því hverjir eru á myndunum. Það bar strax einhvern árangur. Því næst fór Ívar með myndina upp í Kviku þar sem eldri borgara félagið er með aðstöðu. Þar bættust við enn fleiri nöfn.

Að endingu auglýsti Ívar á Facebook eftir nöfnum á þá sem útaf stóðu – og það stóð ekki á viðbrögðum. En Ívar segir að þegar þarna hafi verið komið við sögu hafi aðallega vantað uppá nöfn á yngri kynslóðina.

Þegar heimildaröflun var vel á veg komin tók svo við næsta skref. Sem var útfærsla um hvernig hægt væri að setja nöfnin inná myndina með sem skilvirkustum hætti. Ívar þurfti ekki að sækja vatnið yfir lækinn, þegar kom að úrlausnum á þessu verkefni. Hann leitaði til sonar síns sem er forritari, og datt honum þessi leið í hug. Hugmyndin var sú að þegar músarbendillinn er yfir viðkomandi aðila birtist nafn viðkomandi.

Ívar fór að prófa sig áfram með þessa lausn og setti hann inn fyrstu nöfnin. Viktor í Safnahúsinu tók svo við og á hann heiðurinn af því að færa flest nöfnin inná myndina.

Enn vantar þó nokkur nöfn á myndina og biður Ívar um að ef fólk hefur ábendingar um leiðréttingar eða nöfn sem uppá vantar að hafa samband við hann í gegnum facebook eða í tölvupósti á netfangið: ivar@hsveitur.is      

Smelltu á myndina hér að neðan til að fara á gagnvirku útgáfuna af myndinni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).