Hvert stefnir sjávarútvegurinn?

Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá Matís. Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar

24.Október'19 | 06:28
fyrirlestur_setur_is

Á fimmta tug áhugasamra aðila mætti á fyrirlestur Jónasar. Ljósmyndir/setur.is

Á þriðjudaginn sl. hélt Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá Matís, mjög fróðlegt erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Á fimmta tug áhugasamra aðila mætti í Setrið til að hlýða á Jónas.

Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútvegsmál sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og er erindið nú hið 15 í röðinni frá upphafi, segir í frétt á vef Þekkingarsetursins.

Erindi Jónasar bar yfirskriftina: Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar.

Jónas byrjaði á að fara stuttlega yfir starfsemi Matís og hvaða áskoranir Matís stendur frammi fyrir. Starfsstöðvum á landsbyggðinni hefur fækkað mikið sem og starfsmönnum.

Farið var yfir stóru myndina í sjávarútveginum á heimsvísu, hvaða straumar og stefnur eru í gangi.  Jónas kom við í mörgum löndum í erindi sínu m.a. Noregi, Færeyjum, Íslandi, Rússar og Evrópusambandið. Sjávarútvegur og fiskeldi blandaðist inn í alla umræðu.

Farið var yfir mikilvægi fæðuöryggis, umhverfismál, brottkast, matarheilindi, sjálfbærni og fjölmargt annað áhugavert.

Fjölmargar spurningar komu úr sal og góðar umræður sköpuðust í kringum þær.

Starfsmenn Matís hafa verið í Eyjum sl. daga til að eiga samtal við sjávarútveginn í Eyjum og aðra haghafa varðandi nýráðningu á starfsmanni á starfsstöð í Eyjum.

Hér að neðan má sjá upptöku frá fyrirlestri Jónasar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.