Samgönguáætlun 2020–2024:

Gert er ráð fyrir að fjárveitingar lækki vegna minni dælingar

með tilkomu grunnristari ferju

17.Október'19 | 12:58
IMG_0386

Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Í tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er tilgreint hvað gera skuli fyrir Landeyjahöfn.

Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir endurbótun á Landeyjahöfn. Framlögunum er ætlað að standa undir kostnaði við rannsóknir, öryggismál og framkvæmdir sem eiga að auðvelda að halda nægu dýpi í höfninni.

Einnig er gert ráð fyrir viðhaldsdýpkun árlega auk landgræðslu. Í lok tímabilsins er gert ráð fyrir að malbika bílastæði og endurbyggja flóðvarnargarða. Miðað er við að viðhaldsdýpkun verði mest með dýpkunarskipum en yfir háveturinn verður hafnarmynnið dýpkað frá landi.

Helstu framkvæmdir eru að gera steypta akbraut út á ytri garðhausa, byggja tunnu á endum til að þrengja hafnarmynnið og stækka athafnarými ferjunnar í innri höfn. Gert er ráð fyrir að fjárveitingar lækki á seinni hluta tímabilsins vegna minni dælingar með komu grunnristari ferju sem kom sumarið 2019.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi rannsóknum á að endurbæta Landeyjahöfn sem felst í að draga úr sandburði og ölduhæð. Botndælubúnaður í Landeyjahöfn. Gert er ráð fyrir að komið verði upp dælu og lögnum við hafnarmynnið til að dýpka yfir veturinn.

Hér að neðan má sjá hvað áætlað er í fjárfestingar á tímabilinu, en gert er ráð fyrir að á næsta ári verði settar 713 milljónir í Landeyjahöfn og því til viðbótar er gert ráð fyrir 144 milljónum í botndælubúnað í höfninni. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir mun lægri upphæðum í þessa liði.

 Fjárfestingar:                
                 
 Verðlag fjárlaga 2020, fjárhæðir í millj. kr 2020 2021 2022 2023 2024   Samtals
                 
 Landeyjahöfn   713 538 377 334 328   2290
                 
 Botndælubúnaður við Landeyjahöfn   144 54 53 52 52   355
                 

Samgönguáætlunina 2020-2024 má sjá hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.