Rekstur Hraunbúða:

Kostnaðaraukinn lendir í auknum mæli á sveitarfélaginu

12.Október'19 | 08:01
hraunbudir_2

Frá Hraunbúðum.

Rekstur Hraunbúða er orðinn kostnaðasamari á sama tíma og aðkoma ríkisins, sem ber ábyrgð á fjármögnun, hefur staðið í stað. Kostnaðaraukinn lendir því í auknum mæli á sveitarfélaginu og er það með öllu óásættanlegt.

Þetta kemur fram í bókun fjölskyldu- og tómstundaráðs þar sem öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umfjöllunar. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarmála fóru yfir áherslur í öldrunarþjónustu og í rekstri Hraunbúða fyrir fjárhagsáætlun 2020 á fundi ráðsins í vikunni.

Umfang þjónustunnar er að aukast

Í afgreiðslu ráðsins segir að framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarþjónustu hafi rætt öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar og þau mál sem brýnt er að fara í á næsta rekstrarári. Ljóst er að umfang þjónustunnar er að aukast og mikilvægt að bregðast hratt og vel við.

Nauðsynlegt er að ríkið heimili fjölgun dagdvalarrýma

Aukin stuðningsþjónusta við aldraða (heimaþjónusta) kallar á meira utanumhald og skipulag sem og sérhæfða þjónustu. Nauðsynlegt er að ríkið heimili fjölgun dagdvalarrýma og þá sérstaklega sérhæfðum rýmum fyrir fólk með heilabilun. Vegna aukins álags í dagdvöl þarf að skoða skipulag og framtíðaraðstöðu dagdvalar. Innan Hraunbúða þarf að fara í framkvæmdir sem stuðla að því að bæta aðstöðu heimilisfólks og starfsfólks og létta þannig álagi á bæði heimilisfólk og starfsmenn Hraunbúða.

Skoða verður allar leiðir til hagræðingar án þess að þjónustan skerðist

Meta verður ýmsa aðra þjónustu og aðstöðuþætti inn á Hraunbúðum s.s. eldhús, aðstöðu fyrir lyfjaherbergi, aðstöðu og fyrirkomulag þvottahússins og skipulag umönnunar og hjúkrunar. Rekstur Hraunbúða er orðinn kostnaðasamari á sama tíma og aðkoma ríkisins, sem ber ábyrgð á fjármögnun, hefur staðið í stað. Kostnaðaraukinn lendir því í auknum mæli á sveitarfélaginu og er það með öllu óásættanlegt.

Skoða verður allar leiðir til hagræðingar án þess að þjónustan skerðist og er framkvæmdastjóra sviðs falið að leita slíkra leiða og leggja fyrir ráðið. Framkvæmdastjóra er jafnframt falið að taka með inn í vinnslu fjárhagsáætlunar 2020 þá þætti í öldrunarþjónustu sem farið var yfir á fundinum, segir jafnframt í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.