Umhverfis- og skipulagsráð:

Leggja til rafmagnskapal í stað raforkustöðvar

1.Október'19 | 08:55
skurdur_heimaklettur_svavar_st_ads_2

Myndin er tekin á toppi Heimakletts. Ljósmynd/Svavar Steingrímsson

Í gær var tekið fyrir einn ganginn enn erindi um raforkustöð á Heimakletti hjá bæjaryfirvöldum. Nú í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga.

Umhverfis- og skipulagsráð fundaði í gær og leggur nú til aðra leið en samþykkt hafði verið af ráðinu og staðfest af bæjarstjórn.

Í niðurstöðu ráðsins frá fundi gærdagsins segir að Isavia ohf. hafi sótt um leyfi fyrir raforkustöð við ljósamastur á Heimakletti 15. október 2018. Ráðið gat ekki samþykkt fyrirliggjandi útlit og staðsetningu og óskaði eftir tillögu sem félli betur að umhverfinu.

Isavia hafði þá þegar grafið holu án leyfis og var því ákveðið að skipulags- og byggingafulltrúi, þáverandi eftirlitsmaður fasteigna og fulltrúi úr ráðinu, Eyþór Harðarsson, færu í vettvangsferð á Heimaklett til að skoða möguleg svæði sem hefðu engin sjónræn áhrif frá bænum. Tvö svæði, A og B, voru merkt sem möguleg svæði.

Umbeðnar tillögur frá ráðinu þar sem útlit raforkustöðvar félli betur að umhverfinu komu frá Isavia. Ráðið samþykkti 31. október 2018 að veita Isavia leyfi fyrir svæði A tímabundið í 12 mánuði.

Á fundi 2. september 2019 kom ný beiðni frá Isavia. Isavia taldi svæði A mjög erfitt vegna mikils halla og yrði því erfitt að vinna á því svæði yfir veturinn þegar bleyta og hálka yrði. Óskaði Isavia eftir nýjum staðsetningum. Svæði sem er á hæsta punkti Heimakletts, sem aldrei kom til greina að hálfu ráðsins að samþykkja, en í annað sinn var búið var að grafa holu í leyfisleyfi, og til vara svæði B.

Meirihluti ráðsins samþykkti svæði B tímabundið í 12 mánuði þar sem svæðið hafði verið merkt sem mögulegt svæði, enda engin sjónræn áhrif frá bænum. Minnihluti ráðsins samþykkti ekki beiðni Isavia og töldu að vel væri hægt að leysa málið með því að leggja rafmagnskapal.

Nú hefur framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia tjáð sig um það í fjölmiðlum að enn sé til skoðunar að leggja frekar rafmagnskapal sem alltaf hefur verið fyrsti kostur ráðsins. Í ljósi þess leggur umhverfis- og skipulagráðs til við Isavia að farið verði í þá framkvæmd í stað þess að koma fyrir raforkustöð á Heimakletti.

Ofangreint var samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista.

Sjá einnig: Seg­ir ör­yggi í for­grunni þegar staðsetn­ing er valin

Skora á meirihluta bæjarstjórnar að hafa kjark og þor til þess að snúa þeirri skaðlegu ákvörðun sem þegar hefur verið tekin

Fulltrúar D-lista bókuðu í kjölfarið, þar sem segir að fjölmiðlaumfjöllun um málið sl. helgi þar sem kom fram að enn væri verið að skoða lagningu rafmagnskapals gaf bersýnilega til kynna að málið hafði ekki verið rætt til hlítar af hálfu ISAVIA og meirihluta bæjarstjórnar. Þá staðfesti umrædd fjölmiðlaumfjöllun það að meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tilbúinn til þess að beygja sig undir mjög svo grófar kröfur þeirra á Heimakletti í stað þess að taka umræðuna til verndar náttúru Vestmannaeyja.

Nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði fagna því að meirihluti H- og E- lista taki nú undir þau sjónarmið sem komu fram í bókun okkar á síðasta fundi ráðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á meirihluta bæjarstjórnar að hafa kjark og þor til þess að snúa þeirri skaðlegu ákvörðun sem þegar hefur verið tekin, að heimila byggingu á Heimakletti.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.