Slipptaka gamla Herjólfs ræðst af því að nýi Herjólfur geti sinnt öllu sínu

28.September'19 | 10:30
IMG_5744

Nýi Herjólfur er væntanlegur til Eyja í næstu viku. Ljósmynd/TMS

Nýi Herjólfur er væntanlegur til Vestmannaeyja í næstu viku. Í kjölfarið stóð til að gamli Herjólfur færi einnig í slipp. Ekki er þó búið að fastsetja tímasetningu á því.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er ekki búið að ákveða það og ræðst það af því að nýi Herjólfur geti sinnt öllu sínu.

Nýjar kojur í undirbúningi

Aðspurður um hvort Þorlákshöfn verði tilbúin fyrir nýja Herjólf segir G. Pétur hana ekki alveg tilbúna ennþá. „Ný dekk verða sett upp á bryggjuna eftir helgi auk þess sem verið er að klára aðlögun á ekjubrúnni.”

Eyjamenn hafa einnig velt mikið fyrir sér hvort ekki eigi að bæta við kojum í nýja skipið eins og talað hafði verið um. G. Pétur segir að það komi nýjar kojur og það sé nú í undirbúningi.

Reiknað með að dýpkunartímabilið verði lengt

Varðandi Landeyjahöfn og hvernig dýpkun verður háttað í vetur í Landeyjahöfn segir hann að málið sé í undirbúningi en reiknað sé með að dýpkunartímabilið verði lengt. En eins og samningurinn við Björgun er nú - er dýpkað á ákveðnum tímabilum. Nú til að mynda hófst dýpkun þann 15. september og stendur til 15. nóvember og svo ekki aftur fyrr en í mars.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri greindi frá því á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn að í vinnslu væri að fá betri skipakost til dýpkunar. G. Pétur segir það í skoðun en ekki sé komin nein niðurstaða í það mál.

Hvað varðar frekari framkvæmdir við höfnina, segir upplýsingafulltrúinn að það sé ekki annað á döfinni núna en að prófa dælubúnaðinn eins og til stóð.

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.