Náttúrugripir í Sæheimum:
Hafa mikið menningarlegt gildi
18.September'19 | 06:25Nú er ljóst að stór hluti þeirra safnmuna sem voru til sýnis í Sæheimum við Heiðarveg verða ekki sýndir í nýju safni Sea Life. Á þetta einkum við um uppstoppaða safnmuni og steinasafnið.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá í gær. Þar segir jafnframt að þar sem umræddur safnkostur hafi mikið menningarlegt gildi er mikilvægt að finna honum varanlegan stað og í réttum skilyrðum svo bæjarbúar geti áfram notið safnsins. Samkvæmt safnalögum ber að hafa náið samráð við Náttúruminjasafn Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um varðveislu safnmuna sem þessa.
Verði komið fyrir tímabundið í húsnæði þar sem munirnir geta verið til sýnis við góðar aðstæður
Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð leggi til að sá safnkostur Sæheima, sem ekki verður komið fyrir í nýju safni Sea Life, verði komið fyrir tímabundið í húsnæði þar sem munirnir geta verið til sýnis við góðar aðstæður og til þess að varðveita þá. Jafnframt verði kannað hvort forstöðumaður Sagnheima geti tekið að sér ábyrgð á safnkostinum. Haft verði samráð við Náttúruminjasafn Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um þessa tilhögun. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fylgja málinu eftir.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.