Lengri biðlisti eftir hjúkrunar- og dvalarrrýmum

18.September'19 | 07:54
IMG_5052

Frá Hraunbúðum. Ljósmynd/TMS

Aukinn þungi er í allri öldrunarþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ. Biðlisti eftir hjúkrunar- og dvalarrrýmum á Hraunbúðir lengist, fjöldi þjónustuþega í heimaþjónustu eykst og sama er með fjölda einstaklinga sem þiggja þjónustu í dagdvöl. 

Hlutfall eldri borgara 67ára í Vestmannaeyjum er komið í 14,57% og hefur hækkað um 1% á þremur árum. Meðalhlutfall eldri borgara á landsvísu er um 12,3%. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni.

Vestmannaeyjabær hefur leitað eftir því við ríkið að fá heimild fyrir auknum rýmum og þá sérstaklega eftir heimild til að fá samþykki fyrir sérhæfðum dagdvalarrrýmum við Hraunbúðir fyrir fólk með heilabilun. Þessum beiðnum hefur öllum verið hafnað m.a. á þeim forsendum að ríkið þurfi að leggja áherslu á þá staði á landinu sem eru í meiri þörf.

Ítreka að fundin verði lausn á þeirri stöðu sem upp er komin

Í niðurstöðu málsins segir að bæjarráð telji mikilvægt að bregðast við þessu aukna álagi í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum og felur bæjarstjóra að ræða við heilbrigðisráðherra/heilbrigðisráðuneytið um stöðuna og ítrekar að fundin verði lausn á þeirri stöðu sem upp er komin, enda mikil þörf fyrir hendi í Vestmannaeyjum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.