Fjölskyldu- og tómstundaráð:
Vilja fastráða fjölmenningarfulltrúa
13.September'19 | 07:48Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var til umfjöllunar staða fjölmenningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Fyrir fundinum lá fyrir greinagerð frá Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss um stöðu fjölmenningarfulltrúa Vestmannaeyja.
Í bókun ráðsins um málið segir að staða fjölmenningarfulltrúa í Vestmannaeyjum sé ný staða sem samþykkt var til reynslu til áramóta. Fjölmenningarfulltrúinn hefur verið að vinna að mörgum góðum verkefnum sem snýr að bættri þjónustu fyrir nýbúa í Vestmannaeyjum.
Samkvæmt greinagerð er margt framundan og mælir ráðið því með að staða fjölmenningarfulltrúa verði gerð að fastri stöðu hjá Vestmannaeyjabæ. Ráðið vísar erindinu til gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.