Umhverfis- og skipulagsráð:
Frestuðu afgreiðslu deiliskipulags vegna athugasemda
11.September'19 | 06:45Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna Vestmannaeyjabæjar við nýtt deiliskipulag á athafnasvæði við Græðisbraut (AT-1 ). Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku var tekin fyrir að nýju deiliskipulagstillagan á umræddu athafnasvæði.
Fjögur bréf bárust ráðinu
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Heiðarvegi til austurs, Norðursundi og aðliggjandi deiliskipulagsmörkum til norðurs, Flötum og lóðamörkum Heiðarvegar 14 og Faxastígs 36 til vesturs og Faxastíg til suðurs. Tillagna er unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til 28. ágúst 2019. Fram kemur í fundargerðinni að fjögur bréf hafi borist ráðinu vegna málsins.
Í niðurstöðu ráðsins segir að í ljósi athugasemda frestar ráðið afgreiðslu erindis og felur skipulagfulltrúa að boða hagsmunaaðila til fundar við ráðið og skipulagsráðgjafa.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.