Kertaverksmiðjan 35 ára í dag

5.September'19 | 13:15
heimaey_starfsfolk_fb

Starfsmenn Heimaeyjar - vinnu og hæfingarstöðvar. LJósmynd/Facebook

,,Fólk getur alltaf kíkt í heimsókn og verslað kerti. Ætli við skellum ekki í vöfflukaffi í tilefni dagsins." segir Lísa Njálsdóttir, forstöðumaður Heimaeyjar vinnu- hæfingarstöðvar, aðspurð um hvað gera skuli í tilefni dagsins - en í dag er kertaverksmiðjan 35 ára.

Lísa segir að kertaverksmiðjan undir nafninu  Heimaey sé í raun og veru ekki til lengur, haustið 2016 sameinaðist Kertaverksmiðjan Heimaey og Hamar hæfingarstöð og varð þá til Heimaey - vinnu og hæfingarstöð.

Byggingin var fjármögnuð af hinum ýmsu félagasamtökum

Kertaverksmiðjan tók til starfa í september árið 1984. Byggingin var fjármögnuð af hinum ýmsu félagasamtökum í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjabæ, hinu opinbera, auk þess sem styrkir komu frá útgerðarfyrirtækjum og einstaklingum.

Leggja áherslu á heilbrigði, hreyfingu, tómstundir og afþreyingu

Í Heimaey fer í dag fram dagþjónusta, hæfing, iðja, starfsþjálfun og vernduð vinna samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Heimaey vinnu- og hæfingarstöð starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 152/2010 og eftir reglugerð um atvinnumál fatlaðs fólks.

Heimaey veitir dagþjónustu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu, létta vinnu, þjálfun, umönnun og afþreyingu. Þjónustunotendur vinna bæði verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu.

Auk starfstengdra verkefna s.s. merkja og pakka bjór fyrir Brothers Brewery, brjóta öskjur fyrir Iðunn Seafoods eða pakka harðfisk fyrir Volcano Seafood, leggjum við áherslu á heilbrigði, hreyfingu, tómstundir og afþreyingu auk ýmissa starfa sem tengjast heimilishaldi og daglegum störfum.

Heimaey vinnu og hæfingarstöð er mótttökuaðili fyrir hönd Endurvinnslunnar á einnota umbúðum. Einnig framleiðum við og seljum hágæðakerti á landsvísu í vinnusalnum. Starfsmenn í vinnusal þar sem m.a. kertagerðin er og í Endurvinnslunni eru skilgreindir sem starfsmenn í verndaðri vinnu.

Heimaey er aðili að Hlutverki sem eru hagsmunasamtök um vinnu og verkþjálfun.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.