Farþegaflutningar Herjólfs:

Aldrei betri ágústmánuður

4.September'19 | 06:56
herj_farthegar

Nýi Herjólfur sigldi flesta daga í síðasta mánuði. Ljósmynd/TMS

Metfjöldi farþega ferðaðist með Herjólfi á milli lands og Eyja í síðasta mánuði. Þjóðhátíðarfarþegar voru nánast allir í mánuðinum eins og árin tvö á undan og því eru mánuðirnir prýðilega samanburðarhæfir.

„Við fluttum 77.512 farþega í ágúst” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf í samtali við Eyjar.net. Hann bendir á að sigla hafi þurft þrjá daga í ágúst til Þorlákshafnar, sem dregur verulega úr fjölda farþega. 

Í fyrra voru til samanburðar sigldar tvær ferðir til Þorlákshafnar í ágúst-mánuði og árið 2017 var farin ein ferð til Þorlákshafnar.

Hvað varðar flutning á bílum segir Guðbjartur Herjólf hafa flutt 13.964 bíla í síðasta mánuði.

Þessu tengt: Herjólfur flutti rúmlega 73 þúsund farþega í júlí

 

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is