Umhverfis- og skipulagsráð:

Tímabundið leyfi veitt fyrir raforkustöð á Heimakletti

- vel hægt að leysa umrætt mál með minna inngripi en að setja byggingu á Heimaklett, segir minnihluti ráðsins

3.September'19 | 11:47
fell_heimakl

Umhverfis- og skipulagsráð heimilaði Isavia að setja upp raforkustöð á Heimaklett. Mynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var enn á ný til umfjöllunar ósk Isavia ohf. um leyfi fyrir uppsetningu raforkustöðvar á Heimakletti.

Isavia óskaði þann 11.07.19 eftir að staðsetja stöðina á flata sem er við topp Heimakletts, hnit T: E437059,910/N327827,583 og til vara á hnit B: E437040,107/N327810,317. Ráðið hafnaði þeirri beiðni þann 22.07.19 þar sem engin ný gögn bárust ráðinu en áður hafði ráðið samþykkt þann 31.10.2018 staðsetningu fyrir stöðina á hnit A: E437063,628/N327829,619.

Sjá einnig: Setja upp raforkustöð á Heimakletti

Isavia óskar nú eftir sömu staðsetningu og óskað var eftir þann 11.07.19, að staðsetja stöðina á flata sem er við topp Heimakletts, hnit T: E437059,910/N327827,583 og til vara á hnit B: E437040,107/N327810,317. Frekari gögn bárust ráðinu.
 
Í niðurstöðu segir að ráðið geti ekki heimilað umbeðna staðsetningu á raforkustöð hnit T: E437059,910/N327827,583 en heimilar tímabundið leyfi til 12 mánaða á hnit sem umbeðið var til vara hnit B: E437040,107/N327810,317, en sú staðsetning hefur engin sjónræn áhrif frá bænum.

Ráðið vill leggja ríka áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti. Þá skal Isavia fjarlægja aflagðan rafmagnskapal og ganga betur frá röskuðu svæði við ljósamastur og við önnur svæði sem jarðrask hefur verið vegna verksins. Allur frágangur skal vera í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið. Mikilvægt er að ljúka vinnu við aðflugsljós á Heimakletti vegna öryggis í sjúkra- og farþegaflugi.
 
Ofangreint var samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn tveimur atkvæðum D-lista.

Harma framgöngu Isavia í þessu máli

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma framgöngu Isavia í þessu máli. Að hefja gröft á tveimur mismunandi stöðum á toppi Heimakletts án leyfis er óafsakanlegt þar sem sjónræn áhrif eru mikil. Ef Isavia telur sig ekki geta nýtt sér þá staðsetningu sem fyrst var leyfð með sem minnstum sjónrænum áhrifum, þá er vel hægt að leysa umrætt mál með minna inngripi en að setja byggingu á Heimaklett. Undirrituð telja að besta lausnin sé sú að leggja rafmagnskapal að umræddu ljósi og tryggja þannig það öryggi sem nauðsynlegt er vegna flugsamgangna, segir í bókun sem þau Eyþór Harðarsson og Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifa undir.
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.