Leikmannakynning handknattleiksdeildar ÍBV
3.September'19 | 13:23Nú er handboltatímabilið að hefjast og ætlum við að keyra það í gang með leikmannakynningu fyrir Krókódílana okkar. Farið verður yfir leikmannahópa vetrarins ásamt því að þjálfarar svara spurningum úr sal.
Leikmannakynningin verður föstudaginn 6.september í sal Akóges, klukkan 20:00, og verður boðið upp á léttar veitingar í föstu og fljótandi formi.
Fyrir þá sem ekki vita að þá eru Krókódílarnir stuðningsmannahópur ÍBV handbolta. Þeir greiða fasta fjárhæð mánaðarlega og fá þess í stað frían aðgang að öllum deildarleikjum hjá ÍBV handbolta í karla- og kvennaflokki.
Hægt verður að nýskrá sig í hópinn á staðnum!
Hlökkum til að sjá sem flesta og föstudaginn, og svo að sjálfsögðu á fyrsta deildarleik karlaliðsins í vetur á sunnudaginn kemur klukkan 16:00 í Íþróttamiðstöðinni, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.
Tags
ÍBV
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.