Vestmannaeyjabær:

Hafa verið að efla stoðþjónustu

28.Ágúst'19 | 06:40
barnaskolinn_2018

Barnaskóli Vestmannaeyja. Þrír þroskaþjálfar starfa innan grunnskólans. Ljósmynd/TMS

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs nú í vikunni var tekin fyrir ályktun frá faghópi þroskaþjálfa í Vestmannaeyjum þar sem bent er á mikilvægi þess að auka þátttöku menntaðra þroskaþjálfa í störfum hjá sveitarfélaginu.

Í bókun ráðsins segir að ráðið bendi á að í dag starfi fimm þroskaþjálfar hjá Vestmannaeyjabæ, þrír innan grunnskólans, einn innan málaflokks fatlaðs fólks sem sinnir einnig leikskólabörnum og einn í Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð.

Nýlega var auglýst eftir þroskaþjálfa við Víkina - fimm ára deild og mun hann hefja störf á næstunni. Sveitarfélagið hefur verið að efla stoðþjónustu sína og eru þroskaþjálfar sem og aðrir faghópar mikilvægir hlekkir þar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.