Sunnudagaskólinn hefst á sunnudag

26.Ágúst'19 | 11:20
sunnudagaskolinn_18

Sunnudagaskólinn hefur göngu sína í ný eftir sumarfrí n.k sunnudag. Mynd/TMS

Sunnudagaskólinn í Landakirkju hefur göngu sína í ný eftir sumarfrí sunnudaginn 1. september nk. kl. 11:00. Eins og fyrr verður nóg um að vera í vetur. 

Tónlistin á sínum stað, Holy Moly, sögur, leikir og kærleikur. Sunnudagsguðsþjónusturnar sem hafa verið kl. 11:00 í sumar færast því yfir á vetrartímann, kl. 14:00 og munu fermingarbörn vetrarins mæta ásamt foreldrum og eiga þau svo stund með prestum eftir messu þar sem farið verður yfir veturinn í fermingarfræðslunni.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is