Uppfærð frétt

Ófært í Landeyjahöfn - gamli Herjólfur til Þorlákshafnar síðdegis

25.Ágúst'19 | 14:00
IMG_4978

Nýi Herjólfur siglir ekki fleiri ferðir í dag. Ljósmynd/TMS

Ófært er orðið til Landeyjahafnar og því siglir gamli Herjólfur til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum kl. 15:30 og frá Þorlákshöfn kl 19:15. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 , færast sjálfkrafa í ferðina kl. 15:30 til Þorlákshafnar. Þeir farþegar sem áttu bókað frá Landeyjahöfn kl. 18:15, færast sjálfkrafa í ferðina kl. 19:15 frá Þorlákshöfn.

Þeir farþegar sem áttu bókað í aðrar ferðir, þurfa að hafa samband við afgreiðslu í síma 481-2800 til þess að færa sig í næstu lausu ferð, eða fá endurgreitt.

Enn unnið að því að fínstilla stjórnbúnað nýja Herjólfs

Uppfært kl. 17.00

Í annari tilkynningu frá Herjólfi segir að ákvörðun hafi verið tekin eftir hádegi í dag að sigla síðustu ferðir Herjólfs til Þorlákshafnar. Herjólfur sigldi þrjár ferðir til Landeyjahafnar frá því í morgun en fer eina ferð til Þorlákshafnar.

Veður hefur farið versnandi við Landeyjahöfn og samkvæmt veðurspánni á vindhraði og sjólag eftir að versna þegar líður á daginn. Af öryggisástæðum var tekin ákvörðun um breyta siglingaáætlun og sigla til Þorlákshafnar.

Frá því að nýja ferjan kom til Vestmannaeyja hefur verið unnið markvisst að því að fínstilla stjórnbúnað ferjunnar og er þeirri vinnu ekki að fullu lokið. Tíminn á eftir að leiða í ljós hversu mikil áhrif þessar fínstillingar eiga eftir að hafa á sjóhæfni ferjunnar við erfið skilyrði.

Hafnarmannvirki í Þorlákshöfn ekki fullgerð fyrir nýjan Herjólf

Ástæða þess að Herjólfur III var settur undir á siglingu til Þorlákshafnar helgast af því að hafnarmannvirki í Þorlákshöfn eru ekki fullgerð fyrir nýju ferjuna, segir jafnframt í tilkynningunni.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is