Arnar tekur við landsliðinu

1.Ágúst'19 | 13:10
arnar_p_hsi

Frá blaðamannafundinum. Ljósmynd/aðsend

Arnar Pétursson er nýr landsliðsþjálfari kvenna í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá Handknattleikssambandinu nú í dag.

Arnar snýr nú aftur í þjálfun eftir stutt frí en hann gerði ÍBV að þreföldum meisturum árið 2018. HSÍ tilkynnti í gær að Axel Stefánsson hefði ákveðið að endurnýja ekki samning sinn sem landsliðsþjálfari. Axel þjálfaði liðið frá 2016 en Ísland tapaði fyrir Spáni í umspili um sæti á HM í vor.

Framundan er undankeppni EM 2020 þar sem Ísland er í riðli með Frakklandi, Króatíu og Tyrklandi. Fyrstu leikir liðsins undir stjórn Arnars verða gegn Króatíu ytra og Frakklandi í Laugardalshöll í lok september.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...