Áforma að fækka flugferðum til Eyja

30.Júlí'19 | 13:58
flugtak_ernir_0419

Nýja vél Ernis tekur á loft frá Eyjum. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag var umræða einu sinni sem oftar um samgöngumál. Á fundinum upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um áform Flugfélagsins Ernis um að fækka flugferðum til og frá Vestmannaeyjum frá 1. september nk. 

Bæjarráð lýsir áhyggjum með áform flugfélagsins Ernis um fækkun flugferða á milli lands og Eyja. Flugið er mikilvægur þáttur í samgöngum við Vestmannaeyjar. 

Sömuleiðis ræddi bæjarráð fyrstu daga nýs Herjólfs í siglingum á milli lands og Eyja. Bæjarráð fagnar því að nýr Herjólfur sé kominn í áætlunarsiglingar. Ánægjulegt er að Herjólfur ohf. skuli hafa brugðist við aukinni eftirspurn og sett inn aukaferðir með Herjólfi III í kringum þjóðhátíð.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...