Fréttatilkynning:

Bonafide lögmenn loka starfsstöð sinni í Eyjum - Aníta opnar eigin lögmannsstofu

29.Júlí'19 | 11:22
Anita_odins

Aníta Óðinsdóttir

Frá og með 1. ágúst 2019 munu Bonafide lögmenn loka starfsstöð sinni í Vestmannaeyjum. 

Það hefur verið okkur sönn ánægja að þjónusta Vestmannaeyinga í þau ríflega fjögur ár sem við höfum verið með skrifstofu í Eyjum og þökkum við fyrir góðar móttökur á þeim tíma, segir í tilkynningu frá Bonafide lögmönnum.

Þó starfsstöð okkar í Eyjum verði nú lokað viljum við að sjálfsögðu halda áfram þjónustu okkar við einstaklinga og fyrirtæki í Eyjum og bendum á skrifstofu okkar í Reykjavík, við Klapparstíg 25-27.

Þá viljum við enn fremur vekja athygli á því að Aníta Óðinsdóttir lögmaður mun taka við húsnæði því sem Bonafide hefur yfir að ráða í dag við Vesturveg. Mun hún reka þar eigin starfsstöð og veita lögmannsþjónustu frá og með 1. ágúst n.k.  Hvetjum við þá sem vilja leita þjónustu hennar að hafa samband við hana.

 

Bestu kveðjur,

 

Lúðvík Bergvinsson, lögmaður.

Aníta Óðinsdóttir, lögmaður.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-