Turnarnir verða reistir í lok ágúst

26.Júlí'19 | 06:48
raflogn_i_herjolf

Búið er að leggja rafstrengin niður á bryggju. Tengipunktur skipsins er aðeins norðar. Ljósmynd/TMS

Í gær hóf nýr Herjólfur áætlunarsigingar á milli lands og Eyja. Stefnt er að því að hann haldi uppi áætlun allt fram í september þegar hann fer til Akureyrar í slipp

Nýja ferjan er rafdrifin en á meðan hleðsluturnarnir sem til stendur að setja upp í bæði Landeyjahöfn sem og í Eyjum eru ekki komnir upp mun nýja ferjan ganga fyrir olíu fyrst um sinn.

Sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar

„Hvað varðar rafhleðsluna þá gengur það samkvæmt áætlun. Rafstrengir í landi eru komnir að hafnarsvæðinu hvoru megin.” segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.

Hann segir að sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar verði reistar á hvorum stað, nákvæmlega á móts við tengipunkt skipsins. „Þessar byggingar verða reistar í lok ágúst og sérfræðingar framleiðanda ganga frá raftengingum í beinu framhaldi. Ferjan gengur því fyrir olíu fyrst um sinn.”

Sjá einnig: Óska eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði

Á myndinni má sjá hvernig umræddar byggingar líta út.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.