Fyrsta áætlunarferð Herjólfs IV gekk vel

25.Júlí'19 | 21:03
IMG_4620

Herjólfur IV siglir hér út Vestmannaeyjahöfn með 470 farþega innanborðs. Ljósmynd/TMS

Herjólfur IV hélt í sína fyrstu áætlunarferð til Landeyjahafnar nú í kvöld. Ferðin var fyrirhuguð frá Eyjum klukkan 19.30 en brottför seinkaði smávægilega. Vel gekk að lesta skipið og var mikið af bæði farþegum og bifreiðum um borð.

Að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk ferðin frábærlega. „Það fór vel með farþega, er hljóðlátt og engin mengun. Mér heyrðist allir vera í skýjunum með þetta." 

Hann segir að um borð hafi verið 470 farþegar og 55 bílar og nóg pláss eftir á bíladekkinu. ,,Við erum aðeins á eftir áætlun, út af skiptunum á skipum. En við vinnum það upp í næstu ferð" segir Guðbjartur, kátur með að nýja ferjan skuli loks vera farin að sigla. 

Myndir frá lestuninni, brottförinni og komunni til Landeyjahafnar má sjá hér að neðan.

 

 

IMG_4498

Fyrstu farþegarnir ganga um borð.

IMG_4320

Gamli tíminn - Nýi tíminn

IMG_4317

Hlutverkaskipti

Tags

Herjólfur

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...