Stórhöfði er ríkisjörð og ekki er heimilt að loka svæðinu

- nema þá næst húsinu

23.Júlí'19 | 21:00
IMG_3957

Hér má sjá skiltið sem búið er að koma fyrir við hliðið og húsið þar á bakvið. Ljósmynd/TMS

Töluverðar umræður hafa verið um aðgengi almennings að Stórhöfða síðustu daga. Ástæðuna má rekja til þess að við hliðið sem liggur í átt að húsinu sem þar er var komið fyrir skilti nýverið, þar sem sagt er að um einkalóð sé að ræða og að allur aðgangur sé bannaður.

Húsið er í eigu ríkisins og hefur Vegagerðin umsjón með því en það var leigt út fyrir nokkrum árum til einkaaðila.

Í samtali við Eyjar.net í dag segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að það gangi ekki að meina fólki aðgang með þessum hætti. „Við höfum farið fram á að því verði umsvifalaust hætt og reiknum með að því hafi þegar verið hætt og skiltið tekið niður.”

G. Pétur segir að þetta sé ríkisjörð og ekki sé heimilt að loka svæðinu svona nema þá næst húsinu.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.