Fjölskyldu- og tómstundaráð:
Mikilvægt að hafa leiksvæði dreifð um bæinn
21.Júlí'19 | 10:04Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið fór framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs yfir staðsetningu, fjölda og ástand leikvalla hjá Vestmannaeyjabæ.
Í niðurstöðu ráðsins segir að mikilvægt sé að hafa nokkur lítil leiksvæði í bænum fyrir utan stóru leikskvæðin eins og skólalóðir, leikskólalóðir, Stakkó og Herjólfsdal.
Ráðið telur mikilvægt að hafa leiksvæði dreifð um bæinn skv. aðalskipulagi og sinna viðhaldi á öllum leikvöllum vel. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að fylgja málinu eftir í samstarfi við umhverfis- og tæknisvið.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...