Byrjað að undirbúa framkvæmdir fyrir nýjan Herjólf

19.Júlí'19 | 11:32
20190719_092433

Vörubíllinn losar hér dekkin sem nota á til bráðabirgða.

Líkt og fram kom í fjölmiðlum í gær þarf að gera breytingar á viðlegukanti nýs Herjólfs, til að verja skipið fyrir skemmdum. Um er að ræða bráðabirgðaframkvæmdir, en svo þarf að setja upp varnarpúða og þurfa þeir að standa um einum og hálfum metra hærra en bryggjukanturinn.

Í morgun kom fyrsti vörubíllinn með dekk til Vestmannaeyja sem nota á til verksins. Það á að skýrast á næstu dögum hvenær hægt verði að hefja áætlunarsiglingar á nýju ferjunni. 

Fimm vikur síðan ferjan kom

Á morgun verða liðnar fimm vikur síðan ferjan kom fyst til heimahafnar og ekki er enn ljóst hvenær skipið getur hafið áætlun. Samkvæmt Vegagerðinni gæti það tekið viku, jafnvel vikur. 

Unnið að lausn fleiri vandamála

Fram hefur komið að vitað hafi verið um nokkurn tíma af þessu vandamáli og hafa yfirmenn Herjólfs bent Vegagerðinni á þetta fyrir einhverju síðan. Þá er einnig unnið að lausn fleiri vandamála við skipið, en samkvæmt heimildum Eyjar.net fer landgöngubrúin ekki nægjanlega hátt þegar háflóð er.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...